Á vef CNN má lesa um hamingjusömustu lönd í heiminum, eins og þau birtast í alþjóðlegri hamingjumælingu frá Sameinuðu þjóðunum.
Löndin eru í þessari röð:
Danmörk, Noregur, Sviss, Holland, Svíþjóð, Kanada, Finnland, Austurríki, Ísland og Ástralía.
Hvað eiga þessi lönd sameiginlegt?
Jú, þarna eru öll Norðurlöndin samankomin. Fimm þessara landa eru í ESB.
Í flestum þessara landa eru mjög virk velferðarkerfi – og þetta eru líka lönd þar sem er lítil áhersla lögð á hernað.
Það ríkir lýðfrelsi að vestrænum hætti en um leið eru í flestum þessum löndum nokkuð sterkar hugmyndir um jöfnuð.
Frá Kaupmannahöfn. Danmörk mælist sem hamingjusamasta land í heimi, öll Norðurlöndin komast í tíu efstu sætin, Ísland er í því níunda.