fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Spilavíti er ekki staður fyrir „heimilin“

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. mars 2014 06:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt í Morgunblaðinu í gær var fjallað um „stóraukna ásókn heimila“ í hlutabréf.

Maður trúir þessu varlega, aðeins hálfum áratug eftir mesta hlutabréfahrun sögunnar, þegar íslenski hlutabréfamarkaðurinn þurrkaðist út, fór á stuttum tíma úr 9040 stigum niður í 300.

Hér hafa verið í gangi tilraunir til að endurreisa hlutabréfamarkaðinn, en hann er afskaplega grunnur, það eru fá fyrirtæki á honum, og lífeyrissjóðirnir ráða ferðinni. Þeir eru að selja á milli sín í fyrirtækjunum. Nokkrir klárir fagfjárfestar fljóta með og geta grætt vel – en þeir falla ekki undir skilgreininguna „heimili“.

Magnús Harðarson í Kauphöllinni segir að „tiltrú almennings á hlutabréfamarkaðnum sé einfaldlega að aukast“

Við erum hér í lokuðu hagkerfi þar sem flæða um krónur sem eru afskaplega verðlitlar, í raun nokkurs konar gervipeningar.

Í svoleiðis árferði ætti að vara almenning – heimili – við því að spila á hlutabréfamarkaði.

Því hlutabréfaviðskipti á Íslandi hafa lengstum verið hreint spilavíti – og heimilin eiga varla heima á slíkum stöðum. Eða eru menn búnir að gleyma gráa markaðnum, Oz og deCode, útgerðarfélögunum sem fóru á markað og hurfu þaðan aftur, Baugsfyrirtækjunum sem gerðu hið sama, og svo bönkunum sem tjökkuðu upp hlutabréfaverð sitt með linnulausri markaðsmisnotkun?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda