fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Höfnin – Hér heilsast skipin

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. mars 2014 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kiljunni á miðvikudagskvöld fræðumst við um sögu Reykjavíkurhafnar af Guðjóni Friðrikssyni, en fyrir stuttu kom út bók eftir hann þar sem er rakin saga hafnanna við Faxaflóa, Hér heilsast skipin nefnist hún.

Menn gera sér almennt ekki grein fyrir því að hve miklu leyti Reykjavíkurhöfn er á landfyllingum – svo er um langstærstan hluta hennar. Fyrir 1913, þegar ráðist var í byggingu hafnarinnar, var hafnarkanturinn við hús við enda Aðalstrætis, þar sem nú er Café Reykjavík. Út í Örfirisey var eiði sem flæddi yfir.

Við skoðum ýmsa hluta hafnarinnar, meðal annars furðulegan hraðbrautarspotta uppi á húsþaki og svo fiskihöfnina sem er sú stærsta á Íslandi.

Óli Gneisti Sóleyjarson heldur ásamt fleirum úti rafbokavefur.is. Hann kemur í þáttinn og segir frá því hvernig er að koma gömlum bókum á rafrænt form. Óli hefur notið hjálpar sjálfboðaliða við að yfirfæra texta úr ritum eins og Hómerkviðum, Þúsund og einni nótt og sögum H.C. Andersen.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Háborgina eftir Ólaf Rastrick og Frásagnir af Íslandi eftir Johann Anderson.

9521d2f798bcf08e

Höfnin var vettvangur sunnudagsbíltúra æskunnar, eins og kemur fram í Kiljunni, og þangað sóttu listamenn líka myndefni. Hér er málverk frá Reykjavíkurhöfn árið 1924 eftir Jón Stefánsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum