fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

London – miðstöð rússneskrar spillingar

Egill Helgason
Mánudaginn 17. mars 2014 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku yfirstéttinni hefur hnignað svo mjög að forgangsmál hennar er að passa upp á rússneska peninga.

Og ennfremur:

Bretland er til í að svíkja Bandaríkin til að vernda óhreint rússneskt fé sem er geymt í City í London. Og skítt með Úkraínu.

Þetta skrifar Ben Judah, höfundur bókarinnar Fragile Empire: How Russia Fell In and Out of Love With Vladimir Putin, í harðorðri grein í New York Times.

Greinin hefur vakið mikla athygli, en þarna segir Judah frá gömlu heimsveldi sem hefur algjörlega misst stöðu sína í heiminum, þar sem auðkýfingar frá Rússlandi og Qatar hafa lagt undir sig höfuðborgina sem er orðin miðstöð fyrir spillingafé víða að úr heiminum.

Ungir og klárir Bretar verða nú ráðgjafar, listaverkasalar, þeir fá vinnu í bönkum og vogunarsjóðum – eða eins og Judah segir, þeir eru þjónar oligarkanna. Og þeir halda áfram að vera það þótt þeir skjótist inn um dyrnar á pólitíkinni og setjist í ríkisstjórnir.

Ben Judah segir að þetta gæti verið öðruvísi:

Refsiaðgerðir gætu lokað peningaveitunum þangað sem spilltir embættismenn dæla rússneskum peningum. Takmarkanir á vegabréfsárintunum gætu aftrað klíkunni í kringum Kreml frá því að komast í hallir sínar. Það væri hægt að opna skattaskjólin sem eru notuð til að ræna millljörðum og aftur milljörðum af þjóðarauði. Bretland gæti haft vald til að gera klíkuna í kringum Pútín gjaldþrota.

En í staðinn eru Englendingar ekki lengur við stjórnvölinn í sjálfri höfuðborg sinni, segir Judah. Þeir eru málaliðar.

Abramovish_mansion_468

Rússneskir ólígarkar geta keypt allt sem þeir vilja í Bretlandi, kannski ríkisstjórnina líka. Þetta er heimili Romans Abramovits í Kensington.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda