fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Móðgaðir út í allar nágrannaþjóðir

Egill Helgason
Laugardaginn 15. mars 2014 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega gengur ekki til frambúðar að reisa utanríkisstefnu smáríkis á móðgunum.

Við höfum verið móðguð út í þjóðir sem við álitum að hjálpuðu okkur ekki nóg eftir efnahagshrunið. Sum Norðurlandanna hafa verið í þeim hópi.

Við höfum verið móðguð út í Bandaríkin fyrir að kalla burt varnarliðið. Móðgaðastir eru þeir sem mest trúðu á Bandaríkin í eina tíð, það er eins og þeir hafi verið sviknir í tryggðum.

Við höfum líka verið móðguð út í Breta fyrir að krefjast þess að við borguðum fyrir hina ólánlegu sparireikninga sem kölluðust Icesave. Og Icesave hefur líka verið tilefni til að móðgast í garð Evrópusambandsins.

Og nú bætist við einn eitt tilefnið til að móðgast. Það er makríldeilan.

Nú erum við móðguð í garð Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins.

Styrmir Gunnarsson skrifar á Evrópuvaktina á Evrópusambandið hafi samið um makrílinn gagngert til að hefna sín á Íslendingum. Norðmenn ná í leiðinni að hefna sín á því vanþakkláta fólki sem vildu ekki búa í Noregi á landnámstímanum – og fyrir bankahrunið.

Skrifstofuveldið í Brussel notar ýmsar aðferðir til að láta vanþóknun sína í ljós. Nú hafa þeir ákveðið að ofveiða makríl til að hefna harma á Íslendingum! Norðmenn hafa gætt sín betur í samskiptum við afkomendur þeirra, sem vildu ekki búa í Noregi en þó hafa þeir stundum ekki geta leynt skoðun sinni á bankahruninu 2008. Varð ekki bankahrun í Noregi fyrir aldarfjórðungi? Nú hafa Evrópusambandið og Norðmenn sameinast í baktjaldamakki, sem svo klaufalega er staðið að að fingraförin sjást alls staðar.

Það verða aðallega Skotar, Danir og Írar sem veiða makrílkvóta Evrópusambandsins. ESB virðist hafa náð að semja nokkuð vel fyrir þessar þjóðir, en nú kemur í ljós að það er gert í hefndarskyni – og þessar nágrannaþjóðir munu hafa hefnd í huga á makrílmiðunum.

En þarna erum við eiginlega búin að móðgast við allar nágrannaþjóðir okkar. Það er engin eftir nema kannski Grænlendingar. Íslenska útgerðin sækir nú fast í makrílveiðar við Grænland og reyndar er sagt að það sé ein af ástæðum þess að við vorum útilokuð frá samningunum.

Þarna er semsagt staða þjóðarinnar í utanríkismálum í hnotskurn – við erum misskilin og móðguð. Er furða þótt forsetinn þurfi sífellt að vera að fara alla leið austur til Kína?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda