fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

1985 – hin glöðu ár

Egill Helgason
Föstudaginn 14. mars 2014 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er áhyggjusamlegt hvað söguþekking er oft léleg. Og líka þegar er farið stutt aftur í söguna.

Guðmundur Steingrímsson sagði í umræðum á þingi í gær að ástandið á Íslandi væri eins og að vera kominn aftur til 1985.

Það er reyndar skemmtilegt að þá var faðir Guðmundar, sjálfur Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Samanburður er farinn að valda því að Steingrímur virkar eins og algjört ljós og fyrirmynd í hópi íslenskra forsætisráðherra í seinni tíð – manni sýnist hann hafa verið algjörlega framúrskarandi miðað við hina.

En það átti ekki að vera efni þessa pistils.

Guðmundur meinar líklega að það sé slæmt að hverfa aftur til 1985. Það er samt ekki víst.

1985 var nefnilega mjög glaður tími. Þarna var upphaf svokallaðs uppatímabils, sem stóð reyndar ekki lengi, en einkenndist af miklu fjöri, sköpun og uppgangi – en ekki alltaf smekkvísi.

Á þessum tíma var mikil gróska á ýmsum sviðum. Nýir fjölmiðlar opnuðu, bæði Bylgjan og Stöð 2. Glanstímaritin blómstruðu og á forsíðum þeirra voru alls kyns lukkuriddarar sem stóðu í einhverjum ævintýrum. Flest voru þau skammvinn, en virkuðu afar skemmtileg. Menn urðu moldríkir á forsíðum tímaritanna, voru svo búnir að tapa öllu og skilja við makann í næsta tölublaði. Tískan var afar litrík og ærslafull – og sjálfsagt mjög ósmekkleg.

Ég man að þetta var góður tími til að starfa í fjölmiðlum. Kaupið var gott – hefur líklega aldrei verið betra. Það var bjartsýni í loftinu – en hún stóð ekki lengi.

1988 fór að halla undan fæti í efnahag heimsins, það kreppti að fram á tíunda áratuginn, jafnt hér á Íslandi sem annars staðar. Það var að öllu leyti mun dauflegri tími en í kringum 1985.

 

abakvidaentyrid_jonottarFrumkvöðullinn og eldhuginn Jón Óttar Ragnarsson stofnaði Stöð 2 árið 1986.  Jón Óttar þorði að bjóða hefðbundnum valdaklíkum byrginn, hann spilaði djarft eins og margir á þeim tíma sem var langt frá því að vera dauflegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda