fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Már og prinsíppin

Egill Helgason
Mánudaginn 10. mars 2014 00:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæðan fyrir því að laun Más Guðmundssonar urðu lægri en hann ætlaði var sú ákvörðun Alþingis, að undirlagi Jóhönnu Sigurðardóttur, að enginn embættismaður hjá ríkinu skyldi hafa hærri laun en forsætisráðherrann.

Þetta var samþykkt í ágúst 2009, um sama leyti og Már tók við sem Seðlabankastjóri.

Á þessum tíma voru í gangi miklar aðhaldsaðgerðir í samfélaginu, fólk var að missa vinnuna í miklum uppsögnum, aðrir tóku á sig mikla kjaraskerðingu. Ekkert benti til þess að Seðlabankinn væri á móti þessu, nei, auðvitað ekki, þegar loks var farið að tala aftur um launahækkanir setti bankinn sig upp á móti þeim.

En Már sjálfur vildi ekki hafa þetta svona og fór í dómsmál, dyggilega studdur af Láru V. Júlíusdóttur, formanni stjórnar Seðlabankans. Þetta hefur náttúrlega áður verið til umfjöllunar, eins og þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, krafði Láru svara um málið úr ræðustóli Alþingis vorið 2010.

Nú segist hann ekki hafa verið að gera það fyrir sjálfan sig – heldur vegna sjálfstæðis Seðlabankans. Bankinn átti semsagt ekki að þátt í því mikla aðhaldi sem var í samfélaginu á þessum tíma og kom við mun fleiri ríkisstarfsmenn en Má Guðmundsson. Már hefur sagt að hann líti á sig sem fórnarlamb í þessu máli.

Launareglu þessari var aflétt 2012.

Þeir eru til sem virðast kaupa þennan málflutning Más. Í þeim hópi er Jóhann Hauksson, sem var blaðafulltrúi ríkisstjórnar Jóhönnu. Jóhann skrifar þetta á Facebook:

Ef menn hlusta vel á viðtalið við Má Guðmundsson seðlabankastjóra í Sprengisandsþætti Sigurjóns M. Egilssonar hljóta allir viti bornir menn að skilja að launa- og málskostnaðarmálið sem hann af prinsípástæðum varð að höfða á sínum tíma er stormur í vatnsglasi og liður í áróðursstríði og tilraunum Hádegismóra og framsóknarmannvitsbrekkna til að koma honum frá. Ég held að RÚV-fréttastofan ætti að hlusta vel á þetta viðtal og velta fyrir sér prinsípum.

Segir blaðafulltrúinn – en hvað skyldi Jóhanna sjálf segja um þessi prinsíp – og svo það að sérstök trúnaðarkona hennar til langs tíma, Lára V. Júlíusdóttir, skyldi ákveða að bankinn borgaði málsókn sem var sérstaklega til þess fallin að grafa undan stefnu hennar?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda