fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Nokkuð sterkur listi hjá Samfylkingu – Sjálfstæðisflokkurinn styrkir sig nema í Reykjavík

Egill Helgason
Laugardaginn 8. febrúar 2014 23:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er furðulegt hjá Samfylkingu að birta einungis úrslit í fjögur efstu sætin í prófkjörinu og það án þess að gefa neina skýringu.

Eru úrslitin eitthvað óviss – kunna menn ekki að reikna í Samfylkingunni?

En listinn sem kom út úr prófkjörinu virkar nokkuð sterkur. Dagur B. Eggertsson hefur verið að finna sig vel í borgarmálunum í samstarfinu við Besta flokkinn og eftir að hann hætti að ströggla við að vera varaformaður Samfylkingarinnar.

Í fjórða sætinu, sem er líklega baráttusæti, er kröftug ung kona, Kristín Soffía Jónsdóttir, menntuð í verkfræði.

En það voru fleiri prófkjör. Í bæjarpólitíkinni í Kópavogi eru endalausar deilur sem fæstir skilja. Þar vann bæjarstjórinn, Ármann Kr. Ólafsson, góðan sigur. Ef fer sem horfir ætti Sjálfstæðisflokkurinn að geta unnið sigur í kosningunum í Kópavogi, rétt eins og í bæjunum í kring sem farið er að kalla „bláa kragann“ – einn gallharður Sjálfstæðismaður kallaði það reyndar „bláa öryggisbeltið“ í kringum Reykjavík.

Í Mosfellsbæ var þetta allt eftir bókinni hjá Sjálfstæðisflokknum og á Akureyri líka, skilst manni. Þar er reyndar skrítið ástand. L-listinn sem fékk hreinan meirihluta í síðustu kosningum bíður nær örugglega afhroð í kosningunum í vor og fylgið fer aftur á gömlu fjórflokkana. Gunnar Gíslason fræðslustjóri er nýr oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri og þykir líklegur til að afla flokknum fylgis.

Það gæti semsagt farið svo að Sjálfstæðisflokkurinn yrði sigurvegari bæjar-og sveitarstjórnakosninganna í vor – nema þá kannski helst í Reykjavík þar sem flokkurinn er í vandræðum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun