Það er talað um Ólympíuleikana í Sochi sem leika Pútíns.
En það er ekki nýtt í einræðisríkjum að íþróttir séu notaðar valdhöfum til framdráttar.
Til dæmis er hægt að vísa í fyrirmyndir í rússneskri sögu. Á tíma Sovétsins, sem fóstraði Pútín, ríkti alltaf mikil hrifning á fjöldagöngum og skrautsýningum íþróttamanna undir vökulu auga valdmanna.