Byrjun júlí verður gósentíð fyrir tónlistarunnendur.
4. júlí spilar Wynton Marsalis í Hörpu. Hann er einfaldlega eitt stærsta númerið í jazzheiminum. Tónskáld, trompetleikari, uppfræðari – margverðlaunaður. Hann kemur hingað með 16 manna hljómsveit, Jazz at Lincoln Center Orchestra.
Og 6. júlí spilar Neil Young í Laugardalshöllinni ásamt sinni gömlu hljómsveit, Crazy Horse. Young er svosem ekkert unglamb lengur, en hann er á leiðinni í stóra Evrópuferð – spilar á sumartónleikunum í Hyde Park stuttu eftir Íslandsferðina.
Ég hef einu sinni séð Neil Young á sviði. Með hjálp internetsins getur maður flett svonalöguðu upp. Þetta var í Barcelona og nú sé ég að það var 24. apríl 1987. Það er meira að segja hægt að finna lagalistann, hann er svona:
Mr. Soul
(Buffalo Springfield song)
Cinnamon Girl
When You Dance, I Can Really Love
Down by the River
Heart of Gold
After the Gold Rush
Inca Queen
Drive Back
Opera Star
Cortez the Killer
Sugar Mountain
Mideast Vacation
Long Walk Home
The Needle and the Damage Done
When Your Lonely Heart Breaks
Powderfinger
Like a Hurricane
Encore:
Hey Hey, My My (Into the Black)