fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Rússlandstengslin styrkjast

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. febrúar 2014 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi teikning Halldórs Baldurssonar úr Fréttablaðinu hittir algjörlega í mark.

Þarna eru utanríkisráðherrann og norðurslóðaveldið sem að nokkru leyti er hugarfóstur Ólafs Ragnars Grímssonar.

Ólafur var í Sankti Pétursborg um daginn og talaði um norðurslóðirnar – af því mátti helst skilja að þar væri höfuðborg hins nýja norðurs.

Þar tók hann líka að sér að útskýra afstöðu Íslands til Evrópusambandsins – svona í heimleiðinni frá Sochi þar sem hann hitti Pútín stuttlega.

Fundur þeirra Ólafs og Pútín í september síðastliðinum var mun formlegri, en mærðu þeir forsetarnir hvor annan og Ólafur lagði sérstaka áherslu á mikilvægi tengslanna við Rússland – um það má lesa á heimasíðu Kremlar.

Þetta gerist á sama tíma og Úkraínumenn eru í frelsisbaráttu til að losna undan ægivaldi Moskvustjórnarinnar og þeirri spillingu og útbreiddu glæpastarfsemi sem fylgja stjórnarháttum Pútín og þeirra sem hlíta leiðsögn hans.

En Ólafur virðist vera orðinn nokkuð innmúraður í hirðina í kringum Pútín, því í fréttinni af Rússlandsför hans segir að Ólafur hafi líka hitt Vasilí Giergiev. Giergiev þessi er hljómsveitarstjóri og helsti taglhnýtingur Pútíns í menningarlífinu. Undir Gergiev er hlaðið með ýmsum hætti, hann fær ómælda peninga, orður og hljómleikahallir undir sig, en á móti er hann óbilandi stuðningsmaður forsetans – það er jafnvel sagt að hann hafi gert samning við sjálfan skrattann eins og Doktor Faustus í skáldsögu Thomasar Mann. Meðal annars hafa samkynhneigðir staðið fyrir mótmælum þegar Gergiev stjórnar á Vesturlöndum.

Heilkennið er þekkt frá tíma Sovétsins. Sem hjómsveitarstjóri er Giergiev í besta falli miðlungs, en hann er duglegur og iðinn og kemur sér í mjúkinn hjá valdsherrum.

bilde-6

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið