fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Meirihlutinn fallinn en situr þó líklega áfram

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. febrúar 2014 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið staðfestir sitthvað sem hefur verið skrifað á þessa síðu.

Skoðanakönnuninni er reyndar slegið upp í Mogganum eins og Sjálfstæðisflokkurinn sé í stórsókn. Svo er auðvitað ekki, staða hans í borginni hefur sjaldan verið verri. Fylgið er aðeins 28,4 prósent. Í síðustu kosningum fékk hann 33,6 prósent og þótti lélegt.

Það gengur eftir sem spáð var að BF (Besti flokkur/Björt framtíð) myndi ekki geta haldið fylgi sínu eftir brotthvarf Jóns Gnarr. Nú verður beinlínis fylgishrun hjá BF, fylgið fer greinilega á Pírata – sem verða uppreisnaraflið í kosningunum – og á Samfylkinguna sem er með 23,5 prósent.

Meirihlutinn í borginni er fallinn – það eru mjög litlar líkur á Samfylking og BF nái að halda óbreyttu samstarfi. En þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr að kalla til liðs við sig VG eða þá Pírata. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki neinn flokk sem hann getur starfað með að óbreyttu nema Framsókn.

En þá er til þess að líta að fylgi Framsóknar í borginni er í algjörum botni, er ekki nema 2,6 prósent.

A2014-02-26_w272

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið