Hér má sjá frétt þar sem segir að kaupmáttur sé sá sami og 2006.
Ég er ekki viss um að ég skilji útreikningana sem þetta byggir á, en einhvern veginn virðist þetta vera svo fjarri raunveruleikanum.
Launin eru almennt svo lág að kalla má þau skíta –.
Það er engin furða þótt kennarar búi sig undir verkföll.
Nýlega hef ég haft tal af tveimur mönnum sem eru að sækja um störf hjá opinberum aðilum. Í báðum tilvikum krefjast störfin sérfræðiþekkingar, eru fyrir menntað fólk með reynslu.
Og í báðum tilvikum var fjöldi umsækjanda, þannig að það er væntanlega ekki vandamál að manna stöðurnar.
Ekki þótt launin í öðru tilvikinu hafi verið 280 þúsund á mánuði og hinu 300 þúsund krónur á mánuði.