Sigmundur Davíð Gunnlaugsson játaði því ekki í hinu margumtalaða viðtali við Gísla Martein Baldursson að til stæði að fjölga seðlabankastjórum í þrjá – en hann neitaði því ekki heldur.
Ef ætlunin er í alvörunni að fjölga bankastjórunum er það líklega nokkuð örðugra eftir viðtalið. Viðtalið spilaðist ekki þannig að hugmyndin yrði sérlega aðlaðandi – og þess utan er virkar ekki sérlega traustvekjandi á aðhaldstímum, þegar kjarasamningar eru í uppnámi, að fjölga svona í hópi hæstlaunuðustu ríkisstarfsmanna.
Það er spurning hvort sé skynsamlegt fyrir ríkisstjórnina að eyða sínu pólitíska kapítali í þetta.
Því gæti hugsast – og þetta er einungis tilgáta – að það sé liður í væntingastjórnun að láta leka út að til standi að fjölga seðlabankastjórunum.
Þegar svo kemur á daginn að Má Guðmundssyni verði einungis skipt út fyrir einhvern mann sem er ríkisstjórninni þóknanlegri varpa allir öndinni léttar yfir því að bankastjórarnir verða ekki þrír – og þannig klárast málið.