fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Hin ofsafengnu áramót í Reykjavík

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. desember 2014 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðatímaritið Condé Nast útnefndi fimmtán borgir þar sem væri fjör á áramótum. Reykjavík er ekki þar á meðal – sem er skrítið. Ég hef verið víða um heim á áramótum, en ekkert slær Reykjavík við.

Það er einfaldlega svo að fáar þjóðir halda upp á áramót með viðlíka ofsa og Íslendingar. Kannski af því við erum að fara inn í svo skelfilega dimman og leiðinlegan tíma strax eftir þau?

Hér eyðir fólk stórfé í tilgangslausa – en að vísu nokkuð stórbrotna – flugeldasýningu þar sem hver skýtur upp sem betur getur. Menn eiga að taka á því á áramótum, um það er mjög ágeng krafa, fólk drekkur sig fullt, tilfinningarnar eru ofsafengnar – á áramótum verða margir hjónaskilnaðir og sambandsslit. Eftir spennu jólahátíðarinnar byrjar nýárið í sorg fyrir marga.

Nú eru útlendingar farnir að flykkjast hingað í stórum stíl til að njóta íslenskra áramóta. Það er eins og við manninn mælt – þeir taka þátt í gleðinni með okkur, eru handteknir af lögreglu fyrir óspektir, fyllerí og slagsmál.

Jú, það má hafa gaman af þessu, en samt er það pínu yfirdrifið. Kannski jafnvel þunglyndislegt.

Sjálfur reyni ég allavega í seinni tíð að forðast það að vera í Reykjavík á áramótum. Hef í staðinn notið þeirra á stöðum þar sem er meiri ró – og ekki þessi grimma krafa um skemmtun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?