fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Framsókn í krísu – og allmjög öðruvísi en gamla Framsókn

Egill Helgason
Laugardaginn 20. desember 2014 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Sjálfstæðisflokksins nálgast þrjátíu prósentin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR, en Framsókn liggur í ellefu prósentum. Það gæti svo farið innan skamms að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn þrefalt fylgismeiri en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn.

Enn virðist Framsóknarflokkurinn ekki njóta á neinn hátt skuldaleiðréttingarinnar sem var helsta baráttumál hans. Er það vegna þess að hún stóðst ekki væntingar? Það er sagður vera sæmilegur gangur í hagkerfinu – þótt tölur frá Hagstofunni – bendi til annars. Framsókn nýtur þess ekki heldur.

Það er reyndar gömul saga og ný að flokkar sem eru í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn veikjast. Árið 2006 gafst Halldór Ásgrímsson beinlínis upp á að vera forsætisráðherra í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Líf hans í stjórnarráðinu var orðið óbærilegt.

Ég hitti um daginn gamlan forystumann úr Framsóknarflokknum sem sagðist vera að hugsa um að ganga út honum. Hann sagðist ekki þekkja flokkinn sinn lengur. Framsókn var á árum áður félagshyggjuflokkur með ívafi samvinnustefnu. Sumir þingmenn hans hafa nú tileinkað sér yfirbragð hægri pópúlisma – sem er órafjarri gamla Framsóknarflokknum. Hann var flokkur sem vildi gera málamiðlanir, lægja öldur, halda friðinn. Nú er málflutningurinn harður, stríður og útilokandi.

Kannski er þetta til marks um ákveðna tilvistarkreppu – og Framsókn væri þá ekki eini stjórnmálaflokkurinn sem á í slíku. Hin snögga fylgisaukning í síðstu kosningum er farin, Sjálfstæðisflokkurinn er smátt og smátt að endurheimta fylgið sem fór þá yfir til Framsóknar. Eftir stendur Framsóknarflokkur sem er afar taugaveiklaður og í svo úfnum ham að hætta er á að hann skaði sig og aðra, eins og gerðist í síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík.

Það eru líka fjarskalega erfið verkefni sem bíða ríkisstjórnarinnar. Enn er ósamið í læknadeilunni og fleiri kjarasamningar eru lausir eða að losna. Fyrirheitin um að ná einhverjum stórkostlegum fjárhæðum af erlendum kröfuhöfum virðast ekki ætla að rætast. Svo eru í uppsiglingu tvö mál sem gætu valdið stórkostlegum deilum – svo nánast allt annað bliknar – og leikið Framsóknarflokkinn sérlega grátt. Það er annars vegar kvótasetning makríls og hins vegar frumvarp sem myndi tryggja útgerðinni nýtingarrétt á kvóta í hálfan aldarfjórðung við afar vægu gjaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar