fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Ási, nú og fyrir fjörutíu árum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. desember 2014 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki luddíti – ekki á móti tækni eða framförum.

En hins vegar er ekki víst að öll tækni færi okkur framfarir. Hún getur jafnvel skilað okkur til baka og gert lífið snauðara eða leiðinlegra.

Eitt af því sem meintar framfarir hafa haft í för með sér er að við afhendum stórum fyrirtækjum forræði yfir æ fleiri sviðum lífs okkar.

Ég er ekki bara að hugsa um net- og símafyrirtækin sem vita allt um okkur, heldur líka bankana sem fá launin okkar um hver mánaðarmót. Láta okkur hafa kredit- og debetkort á móti – og rukka okkur jafnvel fyrir að taka út okkar eigin peninga!

Það er ótrúlega sýrt.

Í dag fór ég í plötubúðina Smekkleysu við Laugaveg. Þar hitti ég Ásmund Jónsson. Það rifjaðist upp fyrir mér að fyrir sirka fjörutíu árum var Ásmundur að afgreiða í plötubúðinni Faco í Hafnarstræti.

Þangað kom ég oft og ég man eftir að hafa rætt við Ása um nýútkomnar plötur með Weather Report og Steely Dan.

Í dag vorum við líka að tala um nýútkomnar plötur. Hann benti mér á plötu með ungri tónlistarkonu Cécile McLorin Salvant – sem ég keypti og hef verið að hlusta á síðan.

Þetta er flott stöff.

vinil2

 

En menn eins og Ási eru ómetanlegir. Þeir þekkja vöruna sem þeir selja og hafa áhuga á henni. En þessu er fólk reiðubúið til að fórna – það kaupir í staðinn aðgang að lagi og lagi á hljóðfælum. Hleður þessu niður í tölvur.

Maður gefur heldur ekki hljóðfæla í jólagjöf. Og þá skortir alveg þokkann, eftirvæntinguna, mér liggur við að segja dulúðina við að kaupa plötu, heilt verk, og fara með hana út úr búð, spila hana, hlusta. Miðað við þetta er niðurhalið hversdagsleg flatneskja.

Það eru stórfyrirtæki sem reka netveiturnar og þau stefna að því að taka algjörlega yfir markaðinn, rétt eins og bankarnir voma yfir öllum peningum sem við eignumst nokkurn tíma.  Þeim er alveg sama hvort þau selja góða tónlist eða One Direction – eða jafnvel One Direction tannbursta líkt og ég sá í Hagkaup í dag. Cynisismi er því miður allsráðandi – afsakið, ég kann ekki íslenskt orð yfir það. Heimurinn verður aðeins leiðinlegri.

Og meðan ég man, hér er lag með Cécile McLorin Salvant. Platan hennar, Woman Child, var valin besta djassplatan 2014 af hinu virta tónlistarblaði Down Beat. Það var eitt af því sem Ási gat frætt mig á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“