fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Stórkostleg ræða Elizabeth Warren – gegn ofurvaldi fjármálastofnana

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. desember 2014 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren hélt í fyrradag einhverja mögnuðustu ræðu sem hefur heyrst lengi í stjórnmálum – og ekki bara í Bandaríkjunum. Hún var að mótmæla kafla í svokölluðu Dodd-Frank frumvarpi þar sem eru enn opnaðir möguleikar til að láta skattborgara greiða tap banka – þar sem bankar eru enn þeirri stöðu að vera of stórir til að falla.

Warren beindi einkum spjótum sínum að hinum ofurvolduga banka Citigroup sem hefur gríðarlegt vald yfir stjórnmálunum í Bandaríkjunum.

Í staðinn segir Warren að þurfi að brjóta upp stærstu bankana – hún vitnar í Teddy Roosevelt sem á sínum tíma braut á bak aftur auðhringa sem höfðu lagt undir sig pólitíkina í Bandaríkjunum og ógnuðu lýðræðinu.

Það er jafnvel talað um þetta sem Cross of Gold ræðu, í því felst að hún minni á fræga ræðu sem haldin var af stjórnmálamanninum William Jennings Bryan 1896 og hafði djúpstæð áhrif á Demókrataflokkinn.

Viðkvæði Bryan var að ekki mætti festa alþýðu manna upp á gullkrossa. Warren flytur ræðu sína af mikilli festu og rökvísi – það er tími til að hlusta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS