fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Osmo Vänskä, Harpa og Lundúnafílharmónían – að ógleymdum Andsnes

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. desember 2014 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það lak vatn í Hörpu í nótt en sem betur fer varð tjónið ekki mikið.

Ég óttaðist að komast ekki á tónleika sem ég hef hlakkað til í langan tíma.

Hinn frábæri hljómsveitarstjóri Osmo Vänskä segist ekki eiga nógu sterk orð til að lýsa Hörpu í viðtali við DV:

„Ég tel að Harpa sé eitt það besta sem hefur komið fyrir íslenskt tónlistarlíf, og þá sérstaklega sinfóníuhljómsveitina. Sveitin spilar betur vegna þess að hún fær að spila í þessum frábæra sal. Það er 100% meiri orka hjá þeim út af húsinu, það er á besta stað í borginni og mér finnst það vera til vitnis um það hversu mikils Íslendingar virða og elska listir. Áhrif hússins er gríðarleg, ekki bara fyrir tónlistina heldur fyrir alla þjóðina, Harpa er tákn um það hvernig er hægt að snúa aftur eftir efnahagslega hrakfarir og hörmungar. Harpa sýnir að hér hafi verið fólk sem trúði að þjóðin gæti farið í nýjar áttir. Þetta er það sem fer í gegnum huga minn þegar ég hugsa um Hörpu. Sinfóníuhljómsveitin er hljóðfæri og húsið er búkurinn sem magnar upp hljóðið, það hljómar vel og lítur vel út. Ég á bara ekki til nógu sterk orð til að hrósa þessari byggingu.“

Vänskä stjórnar Lundúnafílharmóníunni á tvennum tónleikum í Hörpu nú á aðventunni, á fimmtudag og föstudag. Einleikarinn er einn besti píanóleikari heims, Norðmaðurinn Leif Ove Andsnes. Þetta er veisla og verkin ekki af lakari endanum – meðal annars sjálfur Keisarakonsertinn eftir Beethoven.

url

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“