fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Þrjár myntir í notkun á Íslandi

Egill Helgason
Mánudaginn 15. desember 2014 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Pálsson skrifar enn eina greinina þar sem birtist glöggt þekking hans og reynsla. Í þetta sinn fjallar Þorsteinn um gjaldmiðilsmál – það hefur verið furðu hljótt um þau að undanförnu.

Eins og Þorsteinn segir eru þrjár myntir í gangi á Íslandi:

Ríkissjóður notar reyndar þrjár myntir. Fyrst er almenna krónan. Síðan er það verðtryggða krónan sem virkar líkt og útlend mynt án þess að vera gjaldgeng á erlendum mörkuðum. Loks lætur ríkissjóður Landsvirkjun nota Bandaríkjadal. Öll stærstu útflutningsfyrirtæki landsins gera upp í evrum eða Bandaríkjadal. Almenna krónan er því fyrir minni fyrirtæki og launafólk.

Almenna krónan – sú íslenska – þessi óstöðuga, er semsagt fyrir almúgann. Nema þegar hann borgar skuldir sínar.

Þorsteinn fjallar líka um það hvernig krónan er að gagnast okkur Íslendingum.

Það er framleiðni atvinnufyrirtækjanna sem ræður mestu um kaupmátt launa. Þegar Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins kalla eftir skýrri stöðugleikastefnu í peningamálum er það til þess að búa til umhverfi sem líklegt er til að auka framleiðni og bæta kaupmátt.

Markmiðið með krónustefnunni er hins vegar að búa til umhverfi þar sem auðvelt er að flytja verðmæti frá launafólki til útflutningsfyrirtækja með gengislækkunum. Það er síður líklegt til að auka framleiðni og styrkja kaupmátt.

Þorsteinn fagnar því að framundan séu skref í þá átt að afnema höftin – þótt langt sé í land að þau verði afnumin algjörlega.

Stefna ríkisstjórnarinnar er á aftur á móti óljós um það hvernig stýra á peningamálunum eftir losun hafta þannig að tryggja megi hvort tveggja stöðugleika og frjáls viðskipti. Óvissan um þetta er helsta ástæðan fyrir því að aðilar vinnumarkaðarins eru komnir í blindgötu með áform sín um norræna kaupmáttarlíkanið.

Það er býsna alvarleg staða. Með hliðsjón af því sýnist vera kominn tími til að ríkisstjórnin sýni fyrirtækjum og launafólki hvernig það umhverfi verður sem tekur við eftir höft. Stundaglas hiksins með þau svör er að tæmast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn