fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Kirkjuferðir fyrir jól ekki endilega góð upplifun

Egill Helgason
Sunnudaginn 14. desember 2014 21:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum gerist það, mitt í þrasinu, að einhver kveður sér hjóðs sem hefur alvöru þekkingu. Þá ætti hina auðvitað að setja hjóða, en þó er ekki víst að það gerist. Hér er rætt um kirkjuferðir skólabarna á aðventunni. Það er eins og sumir séu þess albúnir að efna til trúarbragðastríðs út af þessu. Heldur er það misráðið.

Hafsteinn Karlsson er gamalreyndur skólamaður, skólastjóri í Salaskóla í Kópavogi. Hafsteinn skrifar um kirkjuferðir barna á aðventunni á Facebook út frá sinni eigin reynslu. Hafsteinn segir eins og er að þetta sé ekki gömul hefð.

Ég velti fyrir mér umræðunni um kirkjuheimsóknir skóla á aðventunni og mér finnst mjög miður hve óvægin hún er og þá ólíkleg til að leiða til einhverrar skynsamlegrar niðurstöðu. Þessar kirkjuferðir eru tiltölulega nýtt fyrirbæri og mín reynsla af þeim er að þær séu nú ekki alltaf góð upplifun af annars ágætu starfi sem fer fram á vegum kirknanna.

 
Aðventan er mikill spennutími fyrir börn og marga fullorðna. Jólasveinar ganga um á næturnar og gefa í skóinn og mörg börn mæta illa sofin og spennt í skólann. Tilhlökkun vegna jólanna og alls þess skemmtilega sem gerist í desember ruglar börnin. Hjá sumum birtist þetta líka sem kvíði. Það er því spurning hvort ekki sé bara best að halda þeim í góðri og notalegri rútínu í skólanum fremur en að fara til kirkju sem mörg þeirra eru óvön að koma í. Áður en lagt er af stað frá skólanum, þarf kennari að brýna fyrir börnunum að sýna góða hegðun og svo þegar í kirkjuna er komið fer mikill tími þeirra í að sussa á börnin og stundum þarf jafnvel að fjarlægja einhverja sem ekki haga sér. Það er ekki góð upplifun fyrir neinn.

 
Það kann vissulega að vera að aðrir hafi aðra reynslu af kirkjuferðum með stóra hópa skólabarna á aðventunni en ég. En svona hefur þetta komið mér fyrir sjónir.

 
Á hverjum einasta sunnudegi eru messur sérstaklega ætlaðar börnum og í desember eru þær eðlilega tengdar komu jólanna. Þeir foreldrar sem eru einlægir í kristilegu uppeldi barna sinna eiga að gera kirkjuferðir barna sinna að góðri upplifun og fara með þeim í messu á sunnudögum. Þannig verður til sameiginleg reynsla barns og foreldris og hægt að ræða það sem fram koma yfir sunnudagssteikinni og leita svara við spurningum sem kunna að vakna hjá litla fólkinu.

 
Það er margt sem skólinn gerir vel og auðvitað kunnum við skólafólk foreldrum miklar þakkir fyrir það traust sem þeir sýna okkur varðandi uppeldi barna sinna. En kirkjuferðir á aðventunni ættu fremur að vera verkefni foreldra en skólanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi