fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Pútín ber fé í evrópska hægriöfgaflokka

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. nóvember 2014 23:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem manni hefur fundist furðulegt í pólitískri umræðu síðasta árið er að vinstrimenn skuli hlaupa í vörn fyrir Pútín Rússlandsforseta.

Það liggur við að maður haldi að þetta sé ósjálfrátt taugaviðbragð – Pútín setur sig upp á móti Bandaríkjunum og því hljóti hann að vera góður.

En stjórnmálastefnan sem Pútín gælir við heitir fasismi. Vinstri menn töldu lengi að af öllu illu væri fasisminn verstur.

Pútín tekur sér stöðu með afturhaldssamri kirkju, hann ofsækir fólk sem er öðruvísi (samkynhneigða), hann þrengir stöðugt að tjáningarfrelsinu.

Það er enda svo að ysta hægrið í Evrópu er hrifið af Pútín. Allt frá Farage í Bretlandi yfir til Gylltrar dögunar í Grikklandi.

Nú er líka komið á daginn að stjórn Pútíns veitir fé til öfgahægriaflanna í Evrópu. Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um 9 milljón evra lán sem Þjóðfylkingin franska, undir stjórn Marine Le Pen, fékk frá Rússlandi.

Því er líka haldið fram að Rússar hafi látið Gyllta dögun fá fé, sem og Norðurbandalagið á Ítalíu, Jobbik í Ungverjalandi og Vlaams Belang í Belgíu. Allt eru þetta flokkar yst á hægri væng stjórnmálanna – sumir geta beinlínis talist vera fasistar – og eru andsnúnir Evrópusambandinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?