fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Skipulögð fjárplógsstarfsemi gagnvart tónlistarfólki

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. nóvember 2014 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur tónlistarmaður, Haraldur Levy, skrifar á vefinn Nútímann og segir frá reynslu hljómsveitarinnar AmabAdamA af sölu á plötunni Heyrðu mig nú í gegnum Spotify.

Ellefu þúsund spilanir á lögum hljómsveitarinnar hafa fært henni 4500 krónur í tekjur.

Þetta er náttúrlega með algjörum ólíkindum – maður getur eiginlega ekki notað annað orð en arðrán.

Notendur er vandir við að greiða afar lítið fé fyrir tónlist, algjöra smánarupphæð – skilaboðin eru þau að tónlistarmenn eigi ekki að hafa laun og verk þeirra séu eiginlega einskis virði.

Efnisveitur hirða svo peningana og síma- og fjarskiptafyrirtæki. Það virðist enginn sjá sérstaklega eftir að borga þeim fyrir veitta þjónustu.

Ég hef haldið því fram að Spotify megi líkja við skipulagða fjárplógsstarfsemi.

Sjálfur skráði ég mig þarna inn þegar ég frétti fyrst af þessari þjónustu. En þegar ég sá hvernig er í pottinn búið hætti ég og hef ekki notað Spotify síðan, þó er ég stórtækur notandi tónlistar.

Ég hef einfaldlega ekki samvisku til þess, ekki gagnvart tónsköpum almennt eða því tónlistarfólki sem ég þekki.

En viðhorfið gagnvart tónlistinni er orðið mjög brenglað, eins og til dæmis sjá má í þessari frétt um Baggalút. Það þykir beinlínis orðið fréttnæmt ef tónlistarmenn fá sæmilega greitt fyrir vinnu sína.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar