fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur: Eigum betra skilið en þennan galskap

Egill Helgason
Föstudaginn 14. nóvember 2014 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Þorsteinsson kemur fram með hörðustu og málefnalegustu gagnrýni sem maður hefur séð á skuldaleiðréttinguna í pistli sem birtist hér á Eyjunni í dag.

Vilhjálmur birtir meðal annars þetta graf um þá sem hafa orðið fyrir „forsendubresti“ og þá sem hafa ekki orðið fyrir „forsendubresti“.
Forsendubrestur-680

 

Vilhjálmur heldur því fram að leiðréttingin skili 27 milljörðum til fólks sem er eldra en 55 ára,  20 milljörðum króna til hjóna sem er með yfir 1,3 milljónir í mánaðartekjur, 36 milljörðum króna til hjóna sem eru með eigið fé í fasteign sem er yfir 13 milljónir og 25 milljörðum til hjóna sem eru með 24 milljónir í eiginfé í fasteign. Vilhjálmur birtir þessa skýringarmynd.

Millifærslan-3

Vilhjálmur klykkir svo út með eftirfarandi orðum:

Stóra Millifærslan er meingölluð aðgerð, illa hugsuð og ómarkvisst útfærð. Meðferð ríkisstjórnarinnar á almannafé er að mínu mati forkastanleg. Við öll, og sérstaklega unga fólkið – skattgreiðendur framtíðar – eigum betra skilið en þennan galskap.

Þarna er gagnrýni sem stjórnvöld þurfa að svara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt