fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Að bíða og sjá hvað maður fær sjálfur

Egill Helgason
Mánudaginn 10. nóvember 2014 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er varla von að fólk taki mikla afstöðu til skuldaleiðréttingarinnar fyrr en það sér sjálft hvað það fær niðurfellt af húsnæðisskuldum sínum.

Líklega mun það móta afstöðu flestra.

Það er náttúrlega hægt að taka almenna afstöðu til þessa, mikil ósköp, um þetta hefur jú verið deilt svo árum skiptir.

Þá munu sumir segja að loks fái langþreyttir skuldarar einhverja lausn sinna mála, þetta sé réttlát aðgerð og en líka táknræn.

En aðrir munu segja að vitlaust sé að útdeila fjármunum með þessum hætti, nær væri að nota þá til greiða skuldir ríkisins eða til að byggja upp innviði samfélagsins sem óneitanlega hefur hrakað.

Eins og segir, fólk bíður eftir því að sjá hvað það hefur sjálft upp úr krafsinu. En þetta er ekki góður dagur til að mótmæla, og þá ekki vegna kuldans – heldur vegna þess að fólk veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið.

Skoðanirnar eru auðvitað skiptar. Þetta skrifar Vilhjálmur Þorsteinsson:

Nærri helmingur Stóru Millifærslunnar (45%, 36 milljarðar) fer til fólks sem á meira en 13 mkr. í eigið fé í húsnæði sínu (m.v. hjón). Flestir í þeim hópi keyptu fyrir 2004 og lentu ekki í neinum forsendubresti, miðað við upphaflegar væntingar. Af hverju er þessi hópur að fá 36 milljarða (!!) úr galtómum og skuldugum ríkissjóði? Þetta er vitaskuld galið.

En Marinó Gunnar Njálsson segir:

Jæja, þá er búið að tilkynna skuldaleiðréttinguna og hún er eins og áður hafði verið kynnt 80 ma.kr. í beinni innborgun á höfuðstól, inn á greiðslujöfnunarhöfuðstól eða vanskil. Síðan geta þeir sem eiga góða launagreiðendur notað séreignarsparnað í nokkur ár til að lækka skuldir enn meira. Ég lít fyrst og fremst á þessa aðgerð sem viðurkenningu á því að fólk varð fyrir órétti. Þetta er ekki fullt uppgjör á tjóninu og líklegast verður það aldrei að fullu bætt. En ekki var kynningarfundurinn fyrr búinn, en formenn VG og Samfylkingar komu fram og öskruðu „óréttlæti“. Ég spyr þá, ef þetta er óréttlæti hvaða nafn gefa þau þá aðgerðunum sem þau stóðu fyrir?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt