fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Ebólan – katastrófa fyrir hina sárfátæku Vestur-Afríku

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. október 2014 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikið rætt um möguleikana á útbreiðslu ebólu á Vesturlöndum og maður finnur fyrir ótta – fjölmiðlarnir næra hann.

En tilefni er til að taka þetta í réttri röð. Líkurnar á að sjúkdómurinn breiðist út í Evrópu eða Bandaríkjunum eru litlar.

Hins vegar getur komið upp skelfingarástand í Vestur-Afríku. Sjúkdómurinn geisar í löndum þar sem innviðir eru hrundir eða hafa aldrei verið til staðar, þar sem læknisþjónusta er sama og engin eins og í Sierra Leone, Líberíu og Guineu. Þarna eru lönd sem eru bæði fátæk og stríðshrjáð.

Á slíkum stöðum er erfitt að hefta útbreiðslu sjúkdómsins, þótt það hafi tekist í fyrri tilvikum. Kannski er það ástæða þess að viðbúnaðurinn reyndist ónógur í þetta skipti. Það er hræðileg tilhugsun ef ebóla fer að geisa í borgum eins og Monroviu í Líberíu eða Freetown í Sierra Leone þar sem eru risastór fátækrahverfi.

Og enn verra ef hún berst til borga eins og Lagos í Nígeríu þar sem búa ótaldar milljónir.

Mikilvægast er að efla sóttvarnir, læknisþjónustu og hjálparstarf á þessum svæðum – eitt og eitt tilfelli ebólu sem kemur upp í Evrópu eða Bandaríkjunum er minna vandamál. En það fær meiri athygli í fjömiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina