Áttundi þáttur Vesturfara er á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagskvöld klukkan 20.10.
Við förum til Norður-Dakóta, í Íslendingabyggðirnar þar. Við kynnumst fólki eins og Alfred Byron, Leslie Geir, Sir Magnúsi Ólafssyni, Sunnu Pam Furstenau og John Johnson sem býr á gamla landi Stephans G. Stephanssonar.
Og svo er það Kristín Hall, fædd Geir, hún er 104 ára – og hún er Stína litla í einstaklega fallegu kvæði eftir skáldið Káin.
Magnús Ólafsson talar óaðfinnanlega íslensku, svo menn halda að hann hljóti að hafa fæðst á Íslandi. Hann hefur verið kallaður Sir Magnús síðan hann fékk fálkaorðuna.