fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Eyjan

Rauðasandur, Grímur Thomsen, Mamie og elliglöpin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. október 2014 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kiljan sem verður sýnd á Rúv í kvöld er afar fjölbreytt.

Við fjöllum um Grím Thomsen í tilefni af útkomu bókar um hann eftir Kristján Jóhann Jónsson. Grímur hefur á sér það orð að hafa verið heldur grályndur, en Kristján telur hann hafa verið meiri frjálsræðismann en sagan segir. Á unga aldri skrifaði Grímur til dæmis ritgerð um skáldið Byron.

Við förum í göngutúr á Skólavörðuholti með Úlfari Þormóðssyni. Úlfar er miðbæjarmaður – bókin Uggur eftir hann gerist mikið á göngu um Miðbæinn.

Sally Magnusdottir segir frá bókinni Handan minninganna, en þar lýsir hún móður sinni, Mamie Baird Magnusson, og hvernig hún varð elliglöpum að bráð.

Kristín Svava Tómasdóttir segir frá uppáhaldsbókum sínum, en í dagskrárliðnum Bækur og staðir er farið á Rauðasand.

Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Þegar dúfurnar hurfu eftir Sofi Oksanen og Náðarstund eftir Hannah Kent.

 

Islande_plage_Raudisandur

Í dagskrárliðnum Bækur og staðir fjöllum við um Rauðasand, þar gerist Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina