fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Tungumálinu misþyrmt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. janúar 2014 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svolítið erfitt þegar ráðamenn tala til að dylja það sem er í rauninni að gerast – á ensku er þetta kallað doublespeak. Tungumálinu er misþyrmt til að að fela veruleikann.

Það er svona þegar umhverfisráðherrann talar um Norðlingaölduveitu. Í raun er er orðum hans þannig háttað að það er varla hægt að ræða við hann um málið. Jú, það er rétt hjá honum, friðlandið við Þjórsárver er að stækka, en staðreyndin er auðvitað sú að það stækkar minna en ráð hefur verið fyrir gert. Og ráðherrann reynir að dylja með orðum sínum að ástæðan sé sú að til standi að hefja framkvæmdir við Norðlingaölduveitu.

Það er eiginlega ráðgáta hvers vegna hann talar ekki skýrar? Finnst honum sjálfum að málstaðurinn sé svo slæmur að þurfi að þæfa málið?

Svo er það heilbrigðisráðherra sem segir að stórfelldar hækkanir komugjalda á heilbrigðisstofnanir séu í ágætu samræmi við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að hækka ekki gjaldskrár. Hækkunin er um 20 prósent. Það sem er líka merkilegt í þessu er að ráðherranum tekst að segja að við þetta batni hagur almennings.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær