fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Misjafnlega holl áhrif bóka

Egill Helgason
Miðvikudaginn 8. janúar 2014 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru settar fram kenningar, byggðar á rannsóknum, skilst manni, um að lestur bóka hafi góð áhrif á heilastarfsemina. Þau sé jafnvel hægt að merkja eftir lestur einnar bókar.

En það hlýtur þó að skipta máli hvaða bók það er.

Ég var í skóla með pilti sem varð hálf tjúllaður af því að lesa Nietzsche. Mikill fjöldi Íslendinga varð sósíalistar og kommúnistar af því að lesa Bréf til Láru.

Íslandsklukkan blæs manni brjóst þjóðrembu – Tómas Jónsson metsölubók tekur hana alla í sundur lið fyrir lið.

Sálmurinn um blómið fjallar um fullorðinn mann sem er alltaf að þvælast með lítilli stúlku. Það er allt í mesta sakleysi, en núorðið heyrist manni að svona sé tabú.

Það má efast um góð áhrif nokkurra af útbreiddustu bókum allra tíma, Rauða kvers Maós, Kommúnistaávarpsins, Mein Kampf og ýmissa trúarrita.

En líklega er hér átt við að athöfnin að lesa hafi góð áhrif á virkni heilabúsins. Það má vel vera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær