Karl Rove, einn helsti ráðgjafi George W. Bush og maðurinn á bak við kosningasigra hans, er að hefja stríð innan Repúblikanaflokksins, skrifar Donna Brazile á vef CNN.
Rove, sem þykir einhver slægasti kosningastjóri allra tíma, ætlar að nota krafta sína til að koma í veg fyrir að frambjóðendur úr Teboðinu nái að komast í framboð fyrir Repúblikana.
„Markmið okkar er að útiloka heimska frambjóðendur sem geta ekki unnið kosningar,“ sagði Rove í viðtali við Fox News. Og einn samherji Roves í þessari baráttu bætir við:
„Regla okkar er – enga bjána í framboð.“
Karl Rove