Nokkuð er það sérstakt ef – eins og hefur mátt lesa á síðum Morgunblaðsins – það er óviðeigandi gagnrýndar séu áramótaræður helst leiðtoga í samfélaginu, forseta, forsætisráðherra og biskups.
Nú eru ræður af þessu tagi yfirleitt engin sérstök spekimál, heldur er þetta blanda af peppi, hugvekju og svo þeirri tilheigingu stjórnmálamanna að gera sinn hlut sem fegurstan.
Oft eru svona ræður svo dauflegar að þær ná ekki að hreyfa við neinum. En stundum koma þær blóðinu á hreyfingu, eins og til dæmis hin þrælpólitíska ræða Ólafs Ragnars Grímssonar í nýársdag.
Innblásturinn hjá forsetanum var slíkur að það mátt eiginlega deila um hvert einasta atriði í ávarpinu. Það er nokkur árangur. Og rifjaði upp tímann þegar Ólafur var mestur pólitískur slagsmálamaður á Íslandi.
Ólafur náði svo sannarlega að vekja umræðu. Með því hlýtur tilganginum að vera náð. Það er allavega betra en þögnin.