Hér getur að líta nýársheit Woodys Guthrie frá árinu 1943. Guthrie var baráttumaður, lagasmiður og þjóðlagasöngvari – og ekki síst frægur fyrir að vera átrúnaðargoð Bobs Dylan.
Þetta er merkilegur listi, Guthrie setur sér alls kyns markmið – eins og að vinna meira, lesa góðar bækur, bursta tennur ef einhverjar eru eftir, skipta um sokka, vera ekki einmana, dreyma vel, spara, semja eitt lag á dag, elska alla – og hjálpa til að sigra fasismann.