fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Framrúðan eða framtennurnar?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. janúar 2014 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að sjá hvernig sögur verða til og stækka eftir því sem tíminn líður. Kannski þróuðust Íslendingasögurnar einhvern veginn svona?

Það gerðist í Búsáhaldabyltingunni, bak við Stjórnarráðið, að hópur mótmælenda var þar saman kominn þegar Geir Haarde kom út úr húsinu og steig inn í bifreið sína.

Í hópi mótmælendanna var Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sló í húddið á bílnum þegar forsætisráðherrann ók burt.

Sagan hefur blásið út í hvert skipti sem hún er sögð. Í Morgunblaðinu fyrr í vikunni hjómar hún svo í meðförum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þetta er í dálki sem ber yfirskriftina Fróðleiksmoli:

Ótrúlegt var líka að sjá, hvernig Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst hamslaus af bræði á bíl Geirs Haardes forsætisráðherra við stjórnarráðið 21. janúar 2009 og reyndi að mölva í honum framrúðuna.

Hvernig verður sagan orðin næst? Barði Hallgrímur kannski Geir? Voru það kannski framtennurnar í honum sem hann mölvaði en ekki framrúðan?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu