Vinsældasmit er frábært orð sem ég rakst
Lýsir nákvæmlega fyrirbæri sem maður verður oft var við – þegar stjórnmálamenn eru að reyna að tryggja sér vinsældir út af einhverju sem kemur þeim í raun ekkert við.
Það er stundum talað um að stjórnmálamenn séu að ná sér í kredit fyrir eitthvað sem þeir hafa í rauninni ekki gert eða dottið í hug.
Við sjáum þetta oft í kringum listir og íþróttir, eins og þegar stjórnmálamenn vilja hitta fræga listamenn eða dúkka upp á íþróttamótum þannig að allir sjá.
Eða þegar þingflokksformaður Framsóknarflokksins fer upp í pontu á Alþingi til að ræða sérstaklega afrek Anitu Hinriksdóttur.
Já, vinsældasmit nær þessu alveg.