Það er kjaftshögg fyrir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, að kjarasamningar skuli vera felldir svo víða og með svo miklum mun.
Í raun er ekki hægt að hugsa sér meira vantraust á formanninn sem hefur lagt mikið undir til að sannfæra launþega um að þetta séu góðir samningar.
Þar er við ramman reip að draga, til dæmis koma upp í hugann ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr áramótaávarpi:
„Sérstaklega þarf að bæta áþreifanlega kjör þeirra lægstlaunuðu en þau eru miklu lakari en við getum talið ásættanlegt á Íslandi.“