fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Ofsafengin viðbrögð við litlu máli

Egill Helgason
Mánudaginn 20. janúar 2014 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin við hinum – að sönnu ófyndna og smekklausa – brandara Björns Braga um íslenska landsliðið og nasistana eru komin út fyrir allt sem skynsamlegt getur talist.

Fréttaflutningi af þessu stóra máli linnir ekki, menn fara hamförum dag eftir dag í fjölmiðlunum. Þetta er orðið mjög langdregið og úr samhengi við tilefnið.

Er farið að minna á þetta ágæta Monty Python atriði – þar sem er lýst ofsafengnum viðbrögðum við oggulitlu máli.

(Um leið má nefna að Python voru ekki alveg saklausir af nasistabröndurum, þeir voru samt fyndnari en hjá Birni.)

http://www.youtube.com/watch?v=AwZaqZaRe78

Það eru reyndar ákveðnar flækjur í þessu sem eru forvitnilegar – og koma Birni Braga ekki við, enda virðist sögukunnátta hans vera afar bágborin.

Eftir stríðið fengu Austurríkismenn þá stöðu að þeir hefðu orðið fyrir barðinu á innrás Þjóðverja. Þess vegna gengu þeir ekki í gegnum nasistahreinsun eins og Þjóðverjar. En í raun var ekkert fjær sanni en að Austurríkismenn hefðu verið fórnarlömb. Upp til hópa fögnuðu þeir Anschluss 12. mars 1938, en þá var Austurríki innlimað í þýska ríkið. Gyðingahatur var landlægt í Austurríki og þeir beittu gyðinga miklu harðræði allt frá fyrsta degi innlimunarinnar. Margir helstu glæpamenn úr röðum nasista komu frá Austurríki, foringinn sjálfur, Adolf Eichmann, Ernst Kaltenbrunner og Odilo Globocnik. Þetta kom upp með mjög vandræðalegum hætti á tíma Waldheim-málsins sem skók austurrískt samfélag á níunda ártugnum.

En þetta er bara neðanmálsgrein til fróðleiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi