fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Brú yfir Skerjafjörð

Egill Helgason
Laugardaginn 18. janúar 2014 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekki tölu á hvað ég hef skrifað margar greinar í gegnum tíðina þar sem ég fjalla um brú yfir Skerjafjörð sem myndi tengja Reykjavík og Álftanes.

Mér hefur alltaf fundist þetta rakin hugmynd. Með þessu væri hægt að ferðast í hring um höfuðborgarsvæðið, það væri hægt að komast í Hafnarfjörð á stuttum tíma. Leiðin úr Vesturborginni til Keflavíkur myndi styttast verulega.

Ef brú yfir Skerjafjörð yrði að veruleika myndi opnast möguleiki á því að byggja hverfi á Álftanesi sem væru stutt frá miðborg Reykjavíkur.

Hrafn Gunnlaugsson tengdi á sínum tíma slíka brú við flugvöll sem hann vildi að yrði settur upp á Lönguskerjum, úti í Skerjafirði.

En látum flugvallarmálið liggja milli hluta.

Nú stingur þessari brúarhugmynd aftur upp í frétt um Halldór Halldórsson sem skipar fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún er sett fram í Morgunblaðinu í dag, eins og má sjá hér að neðan.

Eitt hefur reyndar breyst síðan ég var að skrifa um þetta mál. Álftanes er orðið hluti af Garðabæ. Álftanes fór beinlínis á hausinn – það var ekki annað úrkosta en að fá annað sveitarfélag til að taka það yfir. Ég hef velt því fyrir mér hvort það hafi ekki verið mistök hjá borgarstjórninni í Reykjavík að reyna ekki að ná Álftanesi undir Reykjavík.

1559508_10202242651020454_770765295_o-1

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar