fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Stóra lekamálið

Egill Helgason
Föstudaginn 17. janúar 2014 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóra lekamálið er farið að taka á sig einkennilegar myndir.

Fyrst fór það bara fram í DV, það var ekki fyrr en seint og um síðir að það fór að smitast út í aðra fjölmiðla.

Málið snýst um upplýsingar um hælisleitanda frá Nígeríu sem var lekið í fjölmiðla – að því er virðist úr innanríkisráðuneytinu.

Blaðamenn DV þráuðust við og nú er málið loks komið í hámæli.

Í dag brýst það út í miklum pirringi milli ritstjóra DV og aðstoðarmanns ráðherrans.

En manni skilst að von sé á skýringum ráðuneytisins eftir helgina – það er samkvæmt beiðni frá ríkissaksóknara sem nú er farinn að spyrja spurninga.

Einhvern veginn virðist þetta vera að þróast í þá átt sem stundum er með pólitísk vandræðamál – það er erfitt að greina hvort er verra, málið sjálft eða viðbrögðin við því. Þá getur magnast upp sú tilfinning að einhvers konar yfirhylming sé í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar