fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Rugl í erlendum blöðum

Egill Helgason
Laugardaginn 11. janúar 2014 00:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum skolast hlutir einkennilega til þegar þeir berast frá Íslandi í erlenda fjölmiðla.

Það er kannski ekki furða, við tölum tungumál sem enginn skilur, yfirleitt eru íslensk málefni ekki mjög í hámæli – og þekking þeirra sem fjalla um Ísland í erlendum fjölmiðlum ekkert sérlega mikil.

Þetta má til dæmis sjá í afar yfirborðskenndri grein sem birtist í Der Spiegel. Maður er eiginlega gáttaður á þessu fyrrum virðulega tímariti sem hefur lagt sig í líma um að fjalla um alþjóðamál. Blaðamaðurinn Guido Mingels hefur greinilega ekkert nennt að kynna sér málin. Þegar ég starfaði á Helgarpóstinum í gamla daga var svona blaðamennska kölluð að „hringja í fjóra eða fimm“. Það gátu menn gert á sirka einu síðdegi og úr því gat komið grein sem fyllti dálkapláss.

Og svo er það New York Times. Þar birtist grein um 52 ferðamannastaði sem fólk er hvatt til að heimsækja árið 2014.

Þar á meðal er íslenska hálendið. Einhver hefur sagt blaðamanninum, Danielle Pergament, að það sé að hverfa – hver fari að verða síðastur að sjá það.

Maður verður eiginlega að birta þetta stafrétt á ensku:

„The Icelandic government has spent decades protecting its glaciers, pools, ponds, lakes, marshes and permafrost mounds in the Thjorsarver Wetlands, which constitute 40 percent of the entire country, mostly in the interior. But last year, the government announced plans to revoke those protections, allowing for the construction of hydropower plants (instead of glaciers and free-flowing rivers, imagine man-made reservoirs, dams, paved roads and power lines). “If they get into this area, there will be no way to stop them from destroying the wetlands completely,” said Arni Finnsson, the chairman of the Iceland Nature Conservation Association. More bad news looms: A law intending to further repeal conservation efforts has been put forward, so if you ever want to see Iceland in all of its famously raw natural beauty, go now.“

Lesendur geta skemmt sér við að rekja sundur vitleysuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær