fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

ESB: Enn ein krísa í uppsiglingu

Egill Helgason
Föstudaginn 10. janúar 2014 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið stefnir óðfluga í nýja krísu. Nú tengist hún ekki evrunni eða efnahagsmálum sérstaklega, heldur kosningum til Evrópuþingsins sem verða haldnar 22. til 25. maí í vor.

Öfgaflokkar á hægri væng safna liði fyrir kosningarnar – aðrir flokkar virðast fljóta sofandi að feigðarósi.

Þar fer fremst í flokki Marina Le Pen, formaður Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Hún hefur tekið saman höndum við annan ógeðslegan öfgamann, Geert Wilders í Hollandi. Liðsmenn flokka þeirra munum mæta á kjörstað og tryggja sér fjölda þingmanna meðan aðrir sitja værukærir heima.

Nigel Farage í Bretland má eiga að hann vill ekki eiga samstarf við Le Pen og Wilders. Íhaldsflokkurinn hefur lagt sig í líma um að reyna að stöðva framsókn Farage en það gengur ekki vel. Le Pen og Wilders þykjast svo aftur ekki vilja tengsl við Jobbik í Ungverjalandi og Gyllta dögun í Grikklandi. Þeim gengur þó ekki annað til en hentistefna.

Það er ekki sérlega heppilegt að kosningarnar skuli vera stuttu eftir að íbúum Búlgaríu og Rúmeníu er heimiluð frjáls för og atvinna í ríkjum ESB. Í sjálfu sér er ekkert að því, en þetta er vatn á myllu öfgaflokka.

En nýja krísan í ESB mun hefjast af alvöru eftir kosningarnar, þegar liðsmenn Le Pen og Wilders og fjöldi fólks af því sauðahúsi sest inn á Evrópuþingið.

wilders-le-pen_2733602b

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær