fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Reynt var að útiloka kommúnista frá ríkisstjórnum, hví ekki hægriöfgamenn?

Egill Helgason
Mánudaginn 15. september 2014 19:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason skrifar grein á Evrópuvaktina þar um kosningarnar í Svíþjóð. Hann vitnar í dönsku stjórnmálakonuna Piu Kjærsgaard – sem kvartar undan því að stjórnmálaflokkar í Svíþjóð ætli að hafa úrslit kosninganna að engu með því að útiloka Svíþjóðardemókrata frá stjórnarþátttöku. Þar sé verið að halda næstum „áttunda hverjum kosningabærum Svía utan dyra“.

Björn Bjarnason sleit sínum pólitísku bernskuskóm í Kalda stríðinu. Má segja að þar hafi hann verið í liði haukanna.

Eitt þótti alveg fráleitt í liði hans – og það var að hleypa kommúnistum að völdum. Samt náðu þeir oft feiki góðum árangri í kosningum í Evrópu. Í Frakklandi náði flokkurinn fjórðungs fylgi, á Ítalíu þriðjungsfylgi. Á Norðurlöndunum voru kommúnistaflokkar yfirleitt ekki í ríkisstjórnum nema í stuttan tíma eftir seinni heimstyrjöldina, áður en Kalda stríðið hófst.

Nú heyrir kommúnisminn mestanpart sögunni til í Vestur-Evrópu. Drjúgur hluti fylgis þeirra byggðist á megnri óánægju með ríkjandi þjóðfélagsskipan. Og fylgið sem flokkar eins og Svíþjóðardemókratar fá er líka tilkomið vegna óánægju.

Hér er myndband þar sem Jimmie Akesson, formaður Svíþjóðardemókratarna, syngur lag um morðið á Olof Palme.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu