Hljómborðsleikarinn Joe Sample andaðist í gær. Hann var fæddur 1939 og var forsprakki hljómsveitarinnar Crusaders sem upprunalega hét The Jazz Crusaders. Hljómsveitin starfaði frá 1971 – og átti mörg frábær lög.
Hér er eitt hið þekktasta, Streetlife, Joe Sample er annar höfundur þess en söngkonan er hin frábæra Randy Crawford sem Eyþór Gunnarsson spilaði eitt sinn með.
Ágætt til að komast í stuð á laugardagskvöldi. Joe tekur flott sóló á hið frábæra hjóðfæri Fender Rhodes. Og saxófónninn hjá Wilton Felder er ekkert smá flottur.
Vill reyndar svo til að Kári sonur minn var að spila þetta lag á píanó síðast í gær.