Í fjórða þætti Vesturfara fjöllum við um skáldskapinn sem lifði góðu lífi á Nýja Íslandi – og á enn sína fulltrúa. Við segjum frá rithöfundunum Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni og Guttormi J. Guttormssyni og bændum eins og Gunnari Sæmundssyni sem lifðu í skáldskap. Dóttir hans Erla er ein þeirra sem kemur fram í þættinum, en sjálf er hún alin upp í þessari bókmenntahefð.
Annar fulltrúi hennar er David Gislason, bændahöfðingi sem bæði yrkir ljóð og þýðir – og segir að kvæðin fæðist við bústörfin.
Skáldið Guttormur J. Guttormsson við leiði indíánakonunnar Betsy Ramsey á Sandy Bar. Guttormur orti kvæði sem heitir Sandy Bar og er algjörlega magnað.