fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Taugaveiklun vegna skosku kosninganna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. september 2014 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegt er að sjá stjórnmálaforingja streyma frá Englandi til Skotlands til að reyna að afstýra því að Skotar kjósi sjálfstæði í kosningunum í næstu viku. Mikillar taugaveiklunar verður vart – enda virðast kosningarnar ætla að verða meira spennandi en talið var.

Í sjálfu sér bera þeir hag Skotlands ekki sérstaklega fyrir brjósti, heldur óttast þeir að Bretland í núverandi mynd heyri sögunni til. Það myndi stórkoslega veikja stjórnina í London. Þá væri eiginlega ekki annað eftir af gamla heimsveldinu en England, Norður-Írland og Wales.

Íhaldsflokkurinn er nánast ekki til í Skotlandi  hann er almennt fyrirlitinn þar, enda er kjörlendi hans á Suður-Englandi. Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar verið sterkur í Skotlandi, sjálfstæðið gæti veikt mjög pólitíska stöðu hans.

En Skoski þjóðernisflokkurinn hefur höggvið mjög í raðir Verkamannaflokksins – og milli þessara flokka er mikil óvild sökum þess.

Nú er jafnvel talað um að kalla á Elísabetu drottningu til að redda málunum – til að tala um fyrir Skotum. Margt bendir þó til að þessi afskipti stjórnmálamanna frá London séu að hafa þveröfug áhrif. Cameron, Miliband og Clegg eru ekki vinsælir í Skotlandi.

Ég ætla samt að spá því að sjálfstæðið verði fellt. En sjálfstætt Skotland væri áhugavert. Skotar eiga ekki samleið með Englandi sem er að miklu leyti stjórnað af fjármagnsöflunum í City, ríki þar sem ójöfnuður fer sífellt vaxandi. Það er ekki skrítið að þeir skuli horfa til Norðurlandanna – og í raun væri gaman að geta fagnað Skotum í þann flokk.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump

Sigmundur líkti Kristrúnu við Donald Trump
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar

Hildur segir ógeðslegt að sitja undir ásökunum – Segir ríkistjórnina líta á þá sem geri athugasemdir sem óvini þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“