fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Verðtryggingin ekki afnumin – og kannski er hún ekki vandamálið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 28. ágúst 2014 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir álit EFTA-dómstólsins í dag er nokkuð ljóst að verðtrygging verður ekki afnumin fyrir tilstilli dómstóla. Jú, það er sagt að íslenskir dómstólar skuli skera þar úr – en líkurnar á því að þeir dæmi verðtryggingu ólöglega eftir allan þann tíma sem hún hefur tíðkast eru hverfandi. „Dómstólaleiðin“ er líklega ófær í þessu máli.

Hins vegar var því lofað að verðtryggingin yrði afnumin – það var fyrir síðustu kosningar. Þá var meira að segja sagt að afnám verðtryggingar væri forsenda stjórnarsamstarfs. Þetta var Framsóknarflokkurinn sem svo gekk fram fyrir skjöldu – nú andar ríkisstjórn sem hann veitir forystu léttar vegna álits EFTA-dómstólsins.

Svona geta hlutirnir þróast.

Lántakendur hafa nú að nokkru leyti kost á að fá óverðtryggð lán og hefur hlutur þeirra aukist. En svo er auðvitað alltaf uppi það sjónarmið að verðtryggingin sé ekki vandamál heldur sé það efnahagsstjórnin sjálf. Einn lesandi síðunnar sendi eftirfarandi bréf í morgun, eftir að álit EFTA-dómstólsins hafði birst:

Það má nú óska álitsgjöfum um verðtrygginguna til hamingju með það hversu einhliða þeir hugsa.

Lífeyrissjóðirnir eru ca. 60% verðtryggðir út á við.

Þeir eru hinsvegar 100% verðtryggðir gagnavart sjóðfélögum.

Ef verðtrygging verður gerð ólögleg á einum degi þá verða tugþúsundir lífeyrisþega að mestu tekjulausir, þeir sem eru búnir að vera lengst á lífeyri mundu líklega tapa mestu.

Þeir sem hafa tala mest gegn verðtryggingu,  framsóknarmenn með meiru eru þeir sömu og eru hvað mest óábyrgir í efnhagsmálum.

Vandinn er nefnilega ekki mælieining, verðtrygging, heldur orskavaldurinn, afar slök efnhagsstjórn.

Hefðu vextir verið óveðtryggðir hefðu nánast öll fyrirtæki og heimili orðið gjaldþrota þegar vextir eru komnir í 10-15-20%, greiðslubyrði lána yrði óbærileg.

Þú ættir ef til vill að skoða málið af meiri viðsýni en þú gerir.

Með bestu kveðum frá einum sem vill ábyrga efnhagsstjorn og aðstæður sem gera almenningi kleift að lifa við eðlilegar aðstæður og sambærilegar og gerast í okkar nágrannalöndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“