fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Hatur á gyðingum, aröbum og fleira fólki sem langflest er saklaust

Egill Helgason
Laugardaginn 9. ágúst 2014 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um gyðingahatur í Evrópu er dálítið erfið.

Það er óþolandi ef gyðingahatur magnast – þá væntanlega vegna hinnar miklu reiði sem hefur brotist út í kjölfar framferðis Ísraelsstjórnar á hernumdu svæðunum í Palestínu.

En gyðingar eru auðvitað ekki samábyrgir fyrir þessu og í afar fáum tilvikum gyðingar sem búa annars staðar en í Ísrael.

Það er einmitt eitt af því ógeðslegasta við stríðsrekstur Ísraelsstjórnar – hún beitir sameiginlegri refsingu, þ.e. hún refsar heilum samfélögum, fyrir það sem fáir hafa gert.

Árásir á gyðinga í Evrópu spilla bara fyrir málstað Palestínumanna. Það hefur verið eitt skálkaskjól Ísraelsstjórnar að öll gagnrýni á framferði hennar sé í raun gyðingahatur – andsemítismi.

Þetta rennir því miður stoðum undir þá kenningu, eins vitlaus og óheiðarleg og hún er.

En það eru reyndar aðrir semítar sem hafa þurt að búa við mesta fordóma síðustu áratugina. Það er fólk af arabískum uppruna – og norður-afrískum – sem er tortryggt vegna þess að úr sama heimshluta hafa komið hryðjuverkamenn sem fólk á Vesturlöndum hefur óbeit á. Heilir stjórnmálaflokkar hafa jafnvel verið stofnaðir gegn þessu fólki.

Langflest þetta fólk er algjörlega saklaust – eins og gyðingarnir í Evrópu – og á að fá að lifa í friði og ró.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“