fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Naxos – eyjan ljúfa og háskalega

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. júlí 2014 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjan Naxos er stórhættulegur staður – eða þannig. Sem betur fer er ég að fara seinna í dag. Ég má ekki við þessu. Naxos er matarkista – full af frábærum mat, því sem er kallað lókal.

Við fórum í bíltúr í gær og komum við í litlu þorpi. Þar var kjöt á grilli á lítilli tavernu undir laufþaki þaðan sem héngu vínberjaklasar. Ég spurði hvað þetta væri og var sagt að það væri svínakjöt úr grenndinni. Við ákváðum að borða hádegismat. Þetta reyndist vera ljúffengasti grillmatur sem ég hef fengið. Með var borið fram brakandi nýtt grænmeti úr sveitinni í kring, safaríkar gúrkur og tómatar sem voru að springa úr ferskleika.

Og ofan á salatinu ostur – líka úr sveitinni. Ekki of sterkur – ég höndla það ekki alveg þótt sonur minn láti sér ekki allt fyrir brjósti brenna í þessu efni. Og ólífuolían náttúrlega úr hlíðunum í kring.

Einfaldur matur, en frábærlega góður. Það þarf ekki meira ef hráefnið er gott.

Um kvöldið borðuðum við á þekktum stað við höfnina. Þar fengum við hrognasalat sem kallast taramasalata, sardínur sem nefnast gavros og kolkrabba, hvort tveggja grillaðan og í ediki. Allt sérlega gott – og mjög grískt.

Naxos er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja fara til Grikklands. Á eyjunni er ekki bara túrismi, heldur líka landbúnaður, fiskveiðar og frægar marmaranámur. Eyjan er vel gróin sökum þess að á henni er að finna talsvert af vatni. Þarna eru fjöll og fjalladalir – og svo eru þarna einhverjar bestu strendur í Evrópu. Að sumu leyti er Naxos eins og smækkuð útgáfa af Krít og fólkið er upp til hópa sérlega vingjarnlegt.

ΠΟΡΤΑΡΑ

Hliðið, Portara, er tákn Naxos. Það er hluti af hofi frá 6. öld f. Kr.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri

Inga Sæland kom Þórarni rækilega úr jafnvægi í gær – Sótroðnaði og sprakk úr hlátri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?