fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Mengað helvíti – annarleg fegurð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. júlí 2014 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér á þessari síðu er að finna ótúlegar myndir eftir ljósmyndarann Vincze Miklós.

Kannski er hægt að tala um hryllilega fegurð – eða fegurð með hryllingsívafi. Þetta er mjög annarlegt.

Myndirnar eru frá borginni Norilsk, nyst í Síberíu. Þessi borg byggðist upp í kringum fangabúðir þar sem var stundaður námugröftur við skelfilegar aðstæður.

Norilsk er einhver mengaðasti staður í heimi, enda ber greinin yfirskriftina Mengað helvíti á jörð. Þarna eru nikkelnámur, einhverjar þær stærstu í heimi, en í Norilsk er sífreri – það þýðir að frost fer aldrei úr jörð. Í Norilsk búa næstum 140 þúsund manns. Lífslíkur eru mjög lélegar, eða innan við fimmtíu ár. Það er meira en tíu árum minna en lífslíkur karla í Rússlandi – sem eru mjög lélegar.

Allt í kringum borgina er dautt svæði þar sem gróður þrífst illa. Það snjóar mikið í Norilsk en snjórinn fær á sig gulan lit vegna eiturefna. En kaupið í Norilsk er gott, betra en annars staðar, og þess vegna þarf ekki lengur að smala þrælum til að vinna þar eins og var gert á tíma Gúlagsins.

spxl3koypofmqfwhbwo9

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“