fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Eyjan

Morð á hernumdu svæðunum – ofbeldi og meira ofbeldi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 1. júlí 2014 17:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er afskaplega erfitt að horfa framhjá þeirri staðreynd þegar rætt er um brottnám og morð á þremur ísraelskum ungmennum að þeir voru börn landránsmanna.

Þeir koma semsagt úr byggðum sem Ísraelsmenn hafa reist á herteknum svæðum í trássi við alþjóðalög og gegn mótmælum alþjóðasamfélagsins.

Byggðirnar, sem breiðast stöðugt út, hafa þann tilgang að ræna landi frá Palestínumönnum. Landránsmennirnir njóta betri aðbúðnaðar, þeir hafa betri vegi, fá meira vatn og þeirra er gætt af miklum fjölda hermanna sem deila og drottna á landi Palestínumanna. Þetta er nýlendustefna í sinni grimmustu mynd.

Verknaðurinn var framinn nærri Hebron. Í þeirri borg hafa landránsmenn beinlínis tekið yfir miðbæinn og girt í kringum sig. Það er vegna þess að þarna er að finna helgan stað, gröf Abrahams. Þarna hef ég komið, þetta er eins og að ímynda sér Reykjavík þar sem Kvosin hefur verið girt af og er gætt að aðkomu herliði. Innan girðingarinnar ganga landránsmennirnir sjálfir, og sveifla vélbyssum, stundum skerst í odda og þeir hrópa ókvæðisorð að borgarbúunum sem eru handan girðingarinnar.

Þetta er bakgrunnurinn, eitt það ömurlegasta sem ég hef séð á ævi minni. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna sem ég kynntist í Hebron sagði að ekki liði sá dagur að hinir palestínsku íbúar yrðu ekki fyrir ofbeldi og yfirgangi af hendi Ísraelsmannanna. Það ætti jafnt við um alla, konur, börn, gamalmenni.

Verknaðurinn er auðvitað skelfilegur. En hans verður líklega hefnt með aðferð sem hefur í för með sér hörmungar fyrir saklaust fólk, fólk sem kom þarna hvergi nærri. Það hefur lengi verið háttur Ísraelsstjórnar – að svara ekki í sömu mynt, heldur með margföldu ofurefli til að vekja ótta og óhug og geta haldið áfram kúguninni.

Eina leiðin til að koma í veg fyrir að svona haldi áfram er að semja frið sem felur í sér sjálfstætt ríki Palestínumanna sem er ekki bara eins og litlir blettir inni á landi sem er stjórnað af Ísrael – og hefur mótast af landráninu – og afleggja hernámið sem felur í sér að Palestínumenn hafa ekki ferðafrelsi né önnur borgaraleg réttindi.

Það þýðir ekki að hrópa eins og menn gera í Jerúsalem í dag: „Drepum alla Araba!“ Ein hugmyndin sem hefur komið fram í Ísrael er reyndar að byggja nýja landránsbyggð – til að minnast unglinganna þriggja. Svona getur ofbeldi af sér ofbeldi. Morðvélin er á fullum snúningi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
EyjanFastir pennar
Í gær

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“

Haukur ómyrkur í máli – „Við erum stödd í miðri valdaránstilraun“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“